• Mannvirkjastofnun


  •   
  • FileName: BenediktJonsson.pdf [read-online]
    • Abstract: MannvirkjastofnunByggingarleyfi og byggingareftirlitBreytt umhverfi, fyrirkomulag og kröfur til þáttakendaNámskeið um skipulagsgerð sveitarfélaga20. janúar 2011Benedikt Jónsson verkfræðingur

Download the ebook

Mannvirkjastofnun
Byggingarleyfi og byggingareftirlit
Breytt umhverfi, fyrirkomulag og kröfur til þáttakenda
Námskeið um skipulagsgerð sveitarfélaga
20. janúar 2011
Benedikt Jónsson verkfræðingur
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun
• Mannvirkjastofnun var stofnuð með lögum
nr. 160, sem samþykkt voru á Alþingi 15.
desember 2010
• Lögin tóku gildi 1. janúar 2011
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun - hlutverk
......Mannvirkjastofnun hefur eftirlit
með framkvæmd mannvirkjalaga og
laga um brunavarnir.
Stofnunin skal tryggja samræmingu á
byggingareftirliti og eldvarnaeftirliti og
starfsemi slökkviliða um land allt í
samráði við viðkomandi stjórnvöld
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun - hlutverk
• Annast gerð leiðbeininga, verklagsreglna og
skoðunarhandbóka á fagsviði stofnunarinnar
• Bera ábyrgð á markaðseftirliti með
byggingarvörum
• Annast aðgengismál
• Hafa eftirlit með framkvæmd laga um öryggi
raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga
• Starfrækja rafrænt gagnasafn um mannvirki og
mannvirkjagerð um land allt
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun - hlutverk
• Annast kynningu og fræðslu um málefni á verksviði
stofnunarinnar
• Gefa út byggingarleyfi og annast eftirlit með
framkvæmdum á hafsvæðum og öryggis og varnar-
svæðum
• Standa fyrir námskeiðum til réttinda fyrir hönnuði og
byggingarstjóra og veita hönnuðum, iðnmeisturum
og slökkviliðsmönnum löggildingu
• Bera ábyrgð á starfrækslu Brunamálaskóla fyrir
slökkviliðsmenn, slökkviliðsstjóra og eldvarna-
eftirlitsmenn
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun - hlutverk
• Gefa út starfsleyfi handa byggingarstjórum og
skoðunarstofum og hafa eftirlit með starfsemi þeirra
• Gefa út starfsleyfi handa þjónustu- og eftirlitsaðilum
brunavarna og samþykkja brunavarnaáætlanir
sveitarfélaga
• Annast og stuðla að rannsóknum á sviði
brunavarna, mannvirkjamála og manngerðs
umhverfis
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjastofnun - hlutverk
• Annast eldvarnaeftirlit vegna mannvirkja innan
efnahagslögsögu og landgrunnsmarka vegna
rannsókna og vinnslu vetniskola
• Taka þátt í starfi Staðlaráðs Íslands um gerð
íslenskra og evrópskra staðla
• Eiga samstarf við hliðstæðar stofnanir erlendis
• Vera ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum til
ráðgjafar um mannvirkjamál og veita umsögn um
álitamál
Mannvirkjastofnun
Byggingareftirlit
sveitarfélaga Umhverfisráðherra –
löggilding hönnuða
Skipulagsstofnun og iðnmeistara
Félagsmálaráðuneyti
Mannvirkjastofnun
Neytendastofa
Brunamálastofnun
Mannvirkjastofnun
Mannvirkjalög:
• Mannvirkjalög gilda um öll mannvirki sem reist eru
á landi, ofan jarðar eða neðan, innan landhelginnar
og efnahagslögsögunnar.
• Lögin gilda ekki um hafnir, varnargarða eða
fyrirhleðslur, vegi eða önnur samgöngumannvirki,
svo sem flugvelli, jarðgöng, vegskála eða brýr,
aðrar en umferðar- og göngubrýr í þéttbýli.
Mannvirkjastofnun Byggingarleyfi og
byggingarleyfisskyldar framkvæmdir
• Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa
það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða
lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða
formi nema að fengnu leyfi viðkomandi
byggingarfulltrúa eða Mannvirkjastofnunar
• Ráðherra getur í reglugerð kveðið á um að minni
háttar mannvirkjagerð eða smávægilegar
breytingar á mannvirkjum skuli undanþegnar
byggingarleyfi.
Mannvirkjastofnun Byggingarleyfisskyldar
framkvæmdir
• Undanþegin byggingarleyfi eru fráveitumannvirki
og dreifi- og flutningskerfi hitaveitna, vatnsveitna,
rafveitna og fjarskipta og breytingar á slíkum
mannvirkjum
• Allar byggingar vegna veitukerfa eru þó háðar
byggingarleyfi, þ.m.t. eru fjarskiptamöstur, tengivirki
og móttökudiskar.
• Virkjanir og allar byggingar tengdar þeim eru háðar
byggingarleyfi (9.gr)
Mannvirkjastofnun
Byggingarnefndir – breyting
(Byggingarreglugerð frá 1998 grein 7.1)
• Í hverju sveitarfélagi skal starfa byggingarnefnd, kjörin
af sveitarstjórn. Sveitarstjórn getur ákveðið að nefndin
fjalli einnig um skipulagsmál sveitarfélagsins ..........
(Mannvirkjalög)
• Sveitarstjórn er heimilt með sérstakri samþykkt að
kveða á um að í sveitarfélaginu starfi byggingarnefnd
sem fjalli um byggingarleyfisumsókn áður en
byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hafi að
öðru leyti eftirlit með stjórnsýslu hans fyrir hönd
sveitarstjórnar.
• Sveitarstjórn er heimilt að gera það að skilyrði fyrir
útgáfu byggingarleyfis .......... að byggingarnefnd
og/eða sveitarstjórn hafi samþykkt útgáfuna. ......
Mannvirkjastofnun
Útgáfa byggingarleyfis
• Byggingarfulltrúi veitir byggingarleyfi innan
síns sveitarfélags
• Mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi fyrir
mannvirki á hafi utan sveitarfélagamarka og
fyrir mannvirki á varnar- og öryggissvæðum
Mannvirkjastofnun
Útgáfa byggingarleyfis
- Mannvirkið og notkun þess samræmast
skipulagsáætlunum á svæðinu
- Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og
leyfisveitandi hefur áritað þá
- Öll tilskilin gjöld hafa verið greidd
- Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð
sína og afhent ábyrgðaryfirlýsingu iðnmeistara
- Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar
að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi
gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga
- Hönnunarstjóri hefur lagt fram yfirlit um innra eftirlit
vegna hönnunarinnar og yfirlit um ábyrgðarsvið
einstakra hönnuða
Mannvirkjastofnun
Nýtt ákvæði: Samþykkt byggingaráforma
• Mannvirkjalög gera ráð fyrir að afgreiðsla
byggingarleyfisumsóknar sé tvískipt
• Fyrst er fjallað um byggingaráformin sem slík
• Sé sýnt að mannvirkið muni falli að skipulagi og
uppfylli ákvæði laga og reglugerða er umsækjanda
tilkynnt um að byggingaráformin séu samþykkt.
• Þessi tilkynning um að byggingaráform séu samþykkt
veitir umsækjanda ekki heimild til að hefja
byggingarframkvæmdir.
Mannvirkjastofnun
Samþykkt byggingaráforma, úr athugasemd með
lagafrumvarpi:
• Þessi tvískipting á samþykki byggingaryfirvalda er
nauðsynleg þar sem hönnun mannvirkis er afar
umfangsmikið verkefni og rétt að umsækjandi fái fyrst
vilyrði fyrir byggingaráformunum, þ.e. að þau séu í
samræmi við skipulagsáætlanir og aðaluppdrættir séu í
samræmi við lög og reglur, áður en ráðist er í gerð allra
þeirra séruppdrátta sem nauðsynlegir eru. Þegar þeirri
hönnun er lokið og önnur skilyrði eru uppfyllt er hins
vegar fyrst heimilt að hefja byggingarframkvæmdirnar
sjálfar.
Mannvirkjastofnun
Útgefandi byggingarleyfis
• Hefur eftirlit með því að hönnun mannvirkis uppfylli
ákvæði laga og reglugerða
• Að byggt sé í samræmi við samþykkt hönnunar-
gögn
• Annast úttektir í samræmi við ákvæði skoðunar-
handbóka t.d. allar hefðbundnar áfangaúttektir
• Gefur út viðeigandi vottorð á grundvelli niðurstöðu
skoðunarstofu eða eigin skoðunar
• Hann hefur eftirlit með að úttektir sem skoðunar-
stofa annast fari fram
• Beitir þvingunarúrræðum ef fyrirmælum um úrbætur
er ekki sinnt eða vanrækt er að láta lögbundna
úttekt fara fram.
Mannvirkjastofnun
Útgefandi byggingarleyfis
• Hann gefur út vottorð um eftirfarandi úttektir, þá eftir
atvikum á grundvelli skoðunarskýrslu skoðunarstofu
eða eigin skoðunar:
1. Öryggisúttekt.
2. Lokaúttekt.
3. Úttekt við lok niðurrifs mannvirkis.
• Hann sér um gögn sem ákvarðanir hans eru byggðar á
séu færð í gagnasafn Mannvirkjastofnunar eftir því
sem nánar er kveðið á um í reglugerð.
Mannvirkjastofnun Eftirlit Mannvirkjastofnunar vegna
byggingarfulltrúa
• Mannvirkjastofnun getur, að eigin frumkvæði eða
samkvæmt ábendingu, tekið til athugunar að hvort
afgreiðsla byggingarfulltrúa hafi farið í bága við lög.
• Mannvirkjastofnun skal þá kalla eftir skýringum frá
byggingarfulltrúa og viðkomandi sveitarstjórn komi
slík mál upp.
• Mannvirkjastofnun á þó ekki að hlutast til um mál
sem eru til meðferðar hjá úrskurðarnefnd
Mannvirkjastofnun
Faggilding byggingareftirlitsins
• Mannvirkjastofnun og byggingarfulltrúar eiga hafa
faggildingu til að fara yfir hönnunargögn og annast
úttektir, nema sá þáttur eftirlitsins hafi verið falinn
skoðunarstofu
• Um faggildingu fer samkvæmt lögum nr. 24/2006,
um faggildingu o.fl.
• Almennt eiga gæðakerfi að vera komin ekki síðar
en 1. jan 2015 og faggildingin 2018
Mannvirkjastofnun Faggiltar skoðunarstofur
• Sveitarstjórn og Mannvirkjastofnun er heimilt að
ákveða að skoðunarstofa, sem hefur til þess
starfsleyfi, annist tiltekna þætti eftirlits þeirra með
mannvirkjum
• Byggingarfulltrúi getur t.d. við meðferð
byggingarleyfisumsóknar ákveðið að faggilt
skoðunarstofa sjái um eftirlit með viðkomandi
framkvæmd í heild eða að hluta – sé hönnun
mannvirkis vandasöm
• Ákveði sveitarstjórn, byggingarfulltrúi eða
Mannvirkjastofnun að skoðunarstofa annist eftirlit,
skal eigandi mannvirkisins ráða slíka skoðunarstofu
til verksins og greiða kostnað við eftirlitið
Mannvirkjastofnun
Faggiltar skoðunarstofur
• Mannvirkjastofnun veitir og getur svipt
skoðunarstofu starfsleyfi og veitir einnig
skoðunarmönnum löggildingu
• Starfsleyfi er mest veitt til 5 ára
• Það eru settir skilmálar um hæfi
skoðunarmanna
• Um faggildingu fer samkvæmt lögum nr.
24/2006, um faggildingu
Mannvirkjastofnun
Faggiltar skoðunarstofur
• Þegar skoðunarstofa fer yfir hönnunargögn eða
annast úttekt takmarkast yfirferð byggingarfulltrúa
við framlagða skoðunarskýrslu. Sama gildir ef
skoðunarstofa annast aðra þætti byggingareftirlits.
• Byggingarfulltrúi og Mannvirkjastofnun getur þó
tekið til athugunar að eigin frumkvæði eða
samkvæmt ábendingu hvort eftirlit skoðunarstofu
samræmist skilyrðum í starfsleyfi hennar.
Mannvirkjastofnun
Hæfi skoðunarmanna
• Það eru skilgreindir þrír flokkar
skoðunarmanna
• Skoðunarmaður I
• Skoðunarmaður II
• Skoðunarmaður III.
• Það er sama hvort skoðunarmaður starfar sem
byggingarfulltrúi, hjá Mannvirkjastofnun eða
skoðunarstofu – Það eru alltaf gerðar sömu
hæfiskröfur skoðunarmanns
Mannvirkjastofnun
Hæfi skoðunarmanna
Skoðunarmaður I:
Iðnmeistarar með a.m.k. tveggja ára reynslu af
störfum við byggingarframkvæmdir eða byggingar-
eftirlit.
Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og
byggingarfræðingar með a.m.k. tveggja ára reynslu
sem við byggingarframkvæmdir eða byggingar-
eftirlit.
Mannvirkjastofnun
Hæfi skoðunarmanna
Skoðunarmaður II:
Verkfræðingar, tæknifræðingar, arkitektar og
byggingarfræðingar með löggildingu sem hönnuðir
og minnst þriggja ára reynslu sem löggiltir hönnuðir
af störfum við byggingarframkvæmdir, hönnun
mannvirkja, byggingareftirlit eða verkstjórn við
byggingarframkvæmdir.
Einnig skoðunarmaður I sem starfað hefur í 5 ár
sem slíkur og verið með fullnægjandi gæðakerfi
þann tíma.
Mannvirkjastofnun
Hæfi skoðunarmanna
Skoðunarmaður III:
Verkfræðingar og tæknifræðingar með löggildingu á
sviði viðkomandi mannvirkjagerðar og að lágmarki
sjö ára starfsreynslu sem löggiltir hönnuðir af verk-
og byggingarstjórn við mannvirkjagerð,
byggingareftirlit eða hönnun.
Mannvirkjastofnun
Skoðunarmaður I - starfsheimild
• Nýbygging; einfalt atvinnuhúsnæði,
íbúðarhús, frístundahús og minni
háttar mannvirkja auk breytinga,
endurbyggingar eða niðurrifs á slíkum
mannvirkjum.
Mannvirkjastofnun
Skoðunarmaður III
Vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir
og önnur orkuver, olíuhreinsunar-
stöðvar og vatnsstíflur sem falla undir
1. viðauka við lög nr. 106/2000, um
mat á umhverfisáhrifum.
Mannvirkjastofnun
Skoðunarmaður II
Önnur mannvirki en þau sem falla
undir verksvið skoðunarmanns III.
Mannvirkjastofnun
Hönnuðir
• Krafa um gæðakerfi og innra eftirlit
• Settar eru lámarkskröfur um innihald gæðakerfis
• Hönnuðum þarf að tilkynna Mannvirkjastofnun um
gæðakerfi sitt og þar er skráð að það sé fyrir hendi
• Hafi gæðakerfi hönnuðar ekki hlotið vottun faggiltrar
vottunarstofu á Mannvirkjastofnun gera úttekt á gerð
þess og virkni
• Almennt eiga gæðakerfi að vera komin ekki síðar en 1.
jan 2015
Mannvirkjastofnun
Hönnuðir
• Nýtt starfsheiti: Hönnunarstjóri þar er eldra ákvæði
um samræmingarhönnuð nánar útfært og því breytt
• Hönnunarstjóri ber ábyrgð á að samræming
hönnunargagna fari fram og árita uppdrætti því til
staðfestingar
• Hann staðfestir og leggur fram við umsókn um
byggingarleyfi yfirlit um innra eftirlit vegna
hönnunarinnar og um ábyrgðarsvið einstakra
hönnuða
Mannvirkjastofnun
Byggingarstjórar
• Krafa er gerð um sérstakt starfsleyfi, gæðakerfi, innra
eftirlit og tryggingar.
• Til að fá starfsleyfi þarf starfsreynslu sem iðnmeistari
eða t.d. sem hönnuður og menn verða að hafa sótt
námskeið
• Gæðakerfið byggingarstjóra þarf að vera vottað af
faggiltri vottunarstofu eða úttekið sérstaklega og
samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Mannvirkjastofnun
Byggingarstjórar
• Byggingarstjóra er ekki heimilt að taka að sér
ábyrgð á hönnun eða einstökum verkþáttum
mannvirkjagerðar sem hann stýrir.
Nema:
• Sé um að ræða smærri byggingu til eigin nota, t.d.
bílskúr, viðbyggingu við íbúðarhús eða
frístundahús, getur eigandi þó falið einum af
iðnmeisturum eða hönnuðum mannvirkisins
byggingarstjórn þess
Mannvirkjastofnun
Úttektir byggingarstjóra
Byggingarfulltrúi getur heimilað
byggingarstjóra að gera sjálfur einstakar
áfangaúttektir, með skilyrðum:
“Leggi eigandi mannvirkis fram skriflega
greinargerð um innra eftirlit byggingarstjóra
getur útgefandi byggingarleyfis heimilað
byggingarstjóra að gera sjálfur einstakar
áfangaúttektir.”
Mannvirkjastofnun Starfsleyfi byggingarstjóra er
takmarkað:
1. Nýbyggingar; einfalt atvinnuhúsnæði, íbúðarhús,
frístundahús og minni háttar mannvirkj auk
breytinga, endurbyggingar eða niðurrifs á slíkum
mannvirkjum.
2. Vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og önnur
orkuver, olíuhreinsunarstöðvar og vatnsstíflur sem
falla undir 1. viðauka við lög nr. 106/2000, um mat
á umhverfisáhrifum.
3. Önnur mannvirki en þau sem falla undir 2. tölul.
Gildirtími starfsleyfis er mest 10 ár
Mannvirkjastofnun
Iðnmeistarar
• Iðnmeistarar sem hlotið hafa löggildingu
Mannvirkjastofnunar geta borið ábyrgð á einstökum
verkþáttum við mannvirkjagerð.
• Iðnmeistarar verða að hafa gæðastjórnunarkerfi.
• Þeir eiga að tilkynna Mannvirkjastofnun um
gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn
stofnunarinnar.
• Hafi gæðakerfi iðnmeistara ekki hlotið vottun faggiltrar
vottunarstoðu á gæðakerfi sínu gerir
Mannvirkjastofnun úttekt á gerð þess og virkni
• Gæðakerfi á að vera komin ekki síðar en 1. jan 2015
Mannvirkjastofnun
Rannsókn á tjóni
• Verði manntjón eða alvarleg hætta skapast vegna
tjóns á mannvirki ....... skal Mannvirkjastofnun
rannsaka tjónið og orsakir þess, s.s. tilhögun
byggingareftirlits og það hvernig að hönnun mannvirkis
og byggingarframkvæmdum var staðið.
• Eigandi mannvirkis sem verður fyrir tjóni, skal tilkynna það til
Mannvirkjastofnunar
• Hafi byggingarfulltrúi orðið þess áskynja að slíkt tjón hafi orðið á
mannvirki skal hann tilkynna það Mannvirkjastofnun.
• Mannvirkjastofnun getur hafið rannsókn að eigin frumkvæði
vanræki eigandi að tilkynna um tjónið.
• Mannvirkjastofnun skal senda viðkomandi byggingarfulltrúa
niðurstöður rannsóknar tjóns eftir því sem við á.
Mannvirkjastofnun
Byggingarfulltrúar
“Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður
skv. 25. gr. og skal sveitarstjórn senda Mannvirkja-
stofnun tilkynningu um ráðningu hans.
Byggingarfulltrúa eða starfsmönnum hans er óheimilt
að vinna nokkurt það starf sem kann að koma til
afgreiðslu í umdæmi hans.”
Í hverju sveitarfélagi skal starfa byggingarfulltrúi sem
sveitarstjórn ræður. ..... Sveitarfélög geta haft samstarf
um byggingareftirlit og ráðið sameiginlegan
byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn getur falið byggingarfulltrúa að annast
einnig skipulagsmál uppfylli hann einnig kröfur
skipulagslaga um menntun og starfsreynslu
skipulagsfulltrúa.
Mannvirkjastofnun
Takk fyrir


Use: 0.0277